Stök frétt

Umhverfisstofnun efnir til kosningar á nafni fyrir nýjan þjóðgarð á Vestfjörðum.

Þegar áform um nýjan þjóðgarð voru auglýst í haust óskaði Umhverfisstofnun eftir tillögum frá almenningi að nafni á þjóðgarðinn tilvonandi. Alls bárust 21 tillaga frá 28 einstaklingum.

Samstarfshópur verkefnisins fór yfir tillögurnar og valdi úr þeim fimm nöfn sem þóttu falleg og lýsandi. Lögð var áhersla á velja nöfn sem vísa til náttúru, staðsetningar og örnefna sem finna má innan þjóðgarðsins. Allir eru hvattir til að taka þátt í kosningunni. Skýringar við nöfnin koma frá þeim einstaklingum sem sendu tillögurnar inn.

  • Vesturgarður - einfalt nafn, lýsandi og grípandi.
  • Þjóðgarðurinn Gláma nafnið myndi halda á lofti nafni jökuls sem er horfinn ásamt því að vísa til Glámuhálendis
  • Dynjandisþjóðgarður  - vísar til fossins Dynjanda
  • Arnargarðurvísar til stofns hafarna í þjóðgarðinum
  • Vestfjarðaþjóðgarður

Kosningu lauk á miðnætti 10. júní 2021