Stök frétt

Mynd: Richard Dorran - Unsplash
Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árið 2030 er að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims, en til þess að svo megi verða er mikilvægt að finna góðar lausnir fyrir framtíðina.

Nú er hægt að sækja um styrki til verkefna sem stuðla að grænni þróun á Norðurlöndum, þ.e. stuðla að grænum umskiptum í norrænu samfélögunum og vinna að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásarhagkerfi og lífhagkerfi. Sum verkefnanna, sem sækja má um fram til 4. júní, taka til líffræðilegrar fjölbreytni, umbóta á lífríki hafs og strandsvæða, rannsókna á loftmengun og að minnka og koma í veg fyrir skaða af völdum efna sem eru skaðleg heilsu og umhverfi.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar, https://www.norden.org/is/frettir/ny-ahugaverd-taekifaeri-til-thess-ad-styrkja-graena-throun-nordurlondum