Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. Berufirði. Breyting á leyfinu snéri að uppfærslu leyfis til samræmis við gildandi áhættumat erfðablöndunar.
Breyting á notkun á frjóum laxi er í samræmi við endurskoðað mat Hafrannsóknarstofnunar á erfðablöndun. Einnig voru gerðar breytingar og uppfærslur á leyfinu til samræmis við nýjustu leyfi sem gefin eru út af stofnuninni.
Tillaga að breytingunni var auglýst á tímabilinu 2. febrúar 2021 til og með 3. mars 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Athugasemd barst frá einum aðila á auglýsingatíma og er gerð grein fyrir henni í greinargerð sem fylgir starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu
Breytt starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. Berufirði
Athugasemd vegna breytingar