Stök frétt

Mynd: Hákon Ásgeirsson

Vegna fjölda umsókna um undaþágu  frá banni við akstri utan vega við gosstöðvarnar í Geldingadölum vill Umhverfisstofnun koma eftirfarandi á framfæri:
Samkvæmt  31. gr. laga nr. 60/2013 er allur akstur vélknúinna farartækja utan vega bannaður. Einnig segir í sömu grein að vegna fötlunar geti einstaklingur sótt um undanþágu til aksturs utan skilgreindra vega ef aðstæður til þess eru til staðar og ekki hætta á náttúruspjöllum og fer Umhverfisstofnun með vinnslu þeirra umsókna í samráði við önnur yfirvöld og landeigendur. 

Landlæknir ræður tilteknum hópum frá að fara að gosstöðvunum vegna hættu á gasmengun, það eru barnshafandi konur, börn, aldraðir og hjarta- og lungnasjúklingar. Hér má finna nánari upplýsingar um hættu á heilsutjóni vegna loftmengunar frá eldgosum 
 
Fulltrúi landeigenda og Umhverfisstofnun vilja koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar sýni stillingu og virði landið, sérstaklega í ljósi þess að aðsóknin er jafn mikil og hún er.  

Umhverfisstofnun er ekki að veita undanþágur að svo stöddu, sjá frétt frá 28. apríl.