Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Vísbendingar eru um að eldgos gæti verið yfirvofandi í nágrenni Keilis á Reykjanesskaga. Ef til goss kemur má búast við einhverri gasmengun. Vegna þessa hefur Umhverfisstofnun sett upp tækjabúnað í Vogum til að mæla styrk brennisteinsdíoxíð (SO2). Mælar verða einnig settir upp í fleiri sveitafélögum á Reykjanesi eins fljótt og mögulegt er. 

Hér að neðan eru almennar ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun. 

Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum

Hér að neðan má sjá töflu meðráðleggingum um viðbrögð við mismunandi styrk brennisteinsdíoxíð. Litirnir í töflunni miða eingöngu við styrk SO2 í 10-15 mínútur, en inn á loftgæði.is er hægt að fylgjast með meðaltali SO2 fyrir klukkustundargildi. Háir toppar gætu því jafnast út fyrir klukkustund en Umhverfisstofnun ásamt viðbragðsaðilum vaktar loftgæði vegna eldgosa og tilkynningar verða sendar út ef háir toppar mælast.

Heilsuverndarmörk SO2 fyrir klukkutíma eru 350 µg/m3 og fyrir sólarhring eru heilsuverndarmörkin 125 µg/m3. Ef meðaltalsstyrkur fyrir 3 klukkustundir fer yfir 500µg/m3 er talað um viðvörunarmörk.

Áhrif loftmengunar á heilsu eru háð þeim tíma sem fólk dvelur í menguninni. Ef dvalið er lengur en 10-15 mínútur í mengun má búast við meiri áhrifum á heilsu en taflan segir til um. 

 

* Öll börn. Fullorðnir með astma (sögu um ýlog/eða surg fyrir brjósti, eða greindan astma), berkjubólgu, lungnaþembu og hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar leiðbeiningar gilda einnig um barnshafandi konur.

Hægt er að senda inn ábendingar/fyrirspurnir á Umhverfisstofnun | Ábendingar (ust.is)

Almennar ráðleggingar ef eldgos verður

  • Lungna- og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk
  • Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikilli mengun því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu.
  • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.
  • Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun. Vísindamenn og viðbragðsaðilar sem eru við vinnu nálægt gosstöðvum þurfa að hafa tiltækar gasgrímur með kolafilter og gasmæla sem vara við hættulega háum styrk.
  • Fjær eldstöðvum er gasmengun venjulega ekki lífshættuleg en getur valdið óþægindum, sérstaklega hjá þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma.

Almennar upplýsingar um loftmengun í eldgosum má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar: Loftmengun í eldgosum