Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd: Þorsteinn Jóhannsson,mynd tekin kl. 03 1. janúar 2021

Umhverfisstofnun hefur tekið saman sólarhringsmeðaltöl svifryks (PM10) fyrir mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri fyrir fyrsta dag ársins 2021.

Ólíkt mörgum öðrum loftmengunarefnum þá eru ekki nein heilsuverndarmörk fyrir klukkustundargildi svifryks í reglugerð. Heilsuverndarmörk svifryks fyrir sólarhringsmeðaltal eru 50 µg/m3.

Sjá má að svifryk fór yfir heilsuverndarmörk á flestum mælistöðum á höfuðborgarsvæðinu á nýársdag. Það var aðeins mælistöðin á Norðurhellu í Hafnarfirði sem var undir mörkum en sú stöð er staðsett í iðnaðar og athafnasvæðinu í Hellnahverfi og því utan við íbúabyggð.

Í hægviðrinu þessi áramót mátti sjá greinilega að þegar líða tók á nýársnótt að flugeldamenguni fylgdi landslaginu og seig niður í dældir. Þannig mátti sjá að hæstu gildin milli kl tvo og þrjú um nóttina voru á mælistöðum í Laugardalnum og Kópavogsdalnum.