Stök frétt

Umhverfisstofnunin hefur nú tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. að Strönd

Byggðasamlagið óskað eftir tímabundinni undanþágu frá kröfu um botnþéttingu, sigvatnssöfnun og hauggassöfnun vegna urðunar á lífrænum úrgangi.
Við breytingu starfsleyfisins voru reglugerðartilvísanir einnig uppfærðar eftir því sem við átti.
Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að breyttu starfsleyfi opinberlega á vefsíðu stofnunarinnar á tímabilinu 2. október til og með 2. nóvember 2020 og var gefinn kostur á skriflegum umsögnum um tillöguna á því tímabili. Engin umsögn barst um tillöguna.
Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarnaeftirlit, laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, gildir til 6. nóvember 2028.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl:
Breytt starfsleyfi