Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd tekin af vef Sorpu
SORPA bs. hefur sótt um breytingu á starfsleyfi sínu til urðunar úrgangs í Álfsnesi. Óskað er eftir breytingu á gildistíma heimildar til urðunar sem hefur í núverandi leyfi takmarkaðan gildistíma.

Sérfræðingar munu nú hefja vinnu við málið. Fallist stofnunin á að breyta starfsleyfinu verður tillaga að breyttu starfsleyfi auglýst opinberlega í fjórar vikur og verður almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir.