Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir SORPU bs. til reksturs gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Sorpu bs. er heimilt að taka á móti allt að 30.000 tonnum á ári af lífrænum heimilisúrgangi og allt að 10.000 tonnum af fljótandi lífrænum heimilisúrgangi til gasvinnslu og jarðgerðar. Áætlað er að úr þessu hráefni verði árlega unnin 12-15.000 tonn af jarðvegsbæti og um 3.600 tonn af lífgasi. Starfsleyfistillagan hefur verið unnin í samræmi við bestu aðgengilegu tækni (BAT) fyrir úrgangsmeðhöndlun, upplýsingar um BAT skýrslur má finna á síðu Umhverfisstofnunar.

Ef óskað verður eftir kynningarfundi fyrir almenning vegna auglýsingar starfsleyfistillögunnar mun Umhverfisstofnun athuga möguleika á að halda kynningarfund á netinu.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 2. október 2020. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Starfsleyfistillaga.
Greinargerð með starfsleyfisumsókn.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar.
Niðurstöður fyrir bestu aðgengilegu tækni (BAT-C) fyrir úrgangsmeðhöndlun.
BAT-C valkostir umsækjanda.