Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Skráning er hafin á skotvopna- og veiðkortanámskeið en til að öðlast réttindi til almennra skotveiða þarf að fara á bæði námskeið. 

Þátttakendur á skotvopnanámskeiðum þurfa að skila inn sakavottorði, læknisvottorði og passamynd a.m.k. tíu dögum fyrir námskeiðið á lögreglustöð í umdæmi lögheimilis umsækjanda. Læknisvottorðið þarf að vera sérstaklega útgefið vegna skotvopnaleyfis.