Stök frétt

Elín Björg Ragnarsdóttir hefur verið ráðin til Umhverfisstofnunar í starf sviðsstjóra á sviði friðlýsinga og starfsleyfa.

Elín Björg er með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst og með BS gráðu í viðskiptalögfræði frá sama skóla.  Síðastliðin ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri gæða- og þróunarmála hjá Fiskistofu, en áður starfaði hún m.a. við lögfræði-, rekstrar- og gæðastjórnunarráðgjöf, við ferðaþjónustu, sem framkvæmdastjóri Fiskframleiðanda og útflytjenda, verkefnastjóri hjá Félagi atvinnurekenda, gæðastjóri hjá Granda og framleiðslustjóri hjá Goða hf/Norðlenska matborðinu.

Elín hefur þegar hafið störf en hún tók við af Sigrúnu Ágústsdóttur sem hefur tekið við starfi forstjóra Umhverfisstofnunar.

Svið friðlýsinga og starfsleyfa sér um útgáfu og endurnýjun starfsleyfa fyrir mengandi starfsemi, umsagnir um mat á umhverfisáhrifum og skipulag sveitarfélaga, friðlýsingar svæða, gerð stjórnunar- og verndaráætlana, auk útgáfu leyfa til framkvæmda á friðlýstum svæðum.

Við bjóðum Elínu velkomna til starfa og hlökkum til að starfa með henni að þessum mikilvægu verkefnum.