Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur nýlega fallist á að framlengja gildistíma þriggja starfsleyfa fyrir Malbikunarstöðina Hlaðbær-Colas hf. Gildistími var framlengdur fyrir aðalstöðvar fyrirtækisins að Gullhellu og þrjár færanlegar Marini og Ammann malbikunarstöðvar.

Útgefanda starfsleyfis er heimilt að framlengja starfsleyfi með þessum hætti skv. 4. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að hámarki til eins árs, á meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, hafi fullnægjandi umsókn borist útgefanda.

Fullnægjandi umsóknir hafa borist fyrir allar stöðvarnar.

Gildistími fyrir aðalstöðvarnar að Gullhellu, Hafnarfirði er því til 1. mars 2021. Gildistími starfsleyfis fyrir Marini malbikunarstöðina er til 1. desember 2020 og gildistími starfsleyfis fyrir Ammann stöðvarnar er til 14. maí 2021.

Tengd skjöl:
Framlenging starfsleyfis fyrir Ammann malbikunarstöð
Framlenging starfsleyfis fyrir Marini malbikunarstöð
Framlenging starfsleyfis fyrir Malbikunarstöðina Hlaðbær-Colas, Gullhellu