Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Matarsóun er umfangsmikið vandamál sem snýr ekki aðeins að sóun matvæla heldur einnig sóun á fjármunum og sóun á auðlindum jarðar. Það sýnir umfang vandans að Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að um þriðjungi framleiddra matvæla sé sóað.

Áreiðanleg gögn og rannsóknir eru lykilþáttur í mótvægisaðgerðum. Á síðastliðnu ári framkvæmdi Umhverfisstofnun ítarlega rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi, þar sem 90 heimili og 80 fyrirtæki tóku þátt. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar  má áætla að hver einstaklingur sói að meðaltali um 90 kg af mat árlega. Matarsóun íslenskra heimila er samkvæmt þessu sambærileg því sem þekkist í öðrum Evrópulöndum. 

Tafla 1. Samantekt niðurstaðna á umfangi matarsóunar heimila 2019

Tegund matarsóunar Sóun á mann á dag Sóun á mann á viku Sóun á mann á ári (kg) Heildarsóun á Íslandi á ári 
(tonn)
Nýtanlegur matur 54,0 g 377,8 g 19,7 7152
Ónýtanlegur úrgangur 68,3 g 481,8 g 25,1 9123
Matarolía 0,1 dl 1,0 dl 5,1 1840
Vökvi 1,1 dl 7,7 dl 40,4 14670
Samtals 90,3 32785

Íslensk heimili hentu að meðaltali um 20 kg af nýtanlegum mat á ári, 25 kg af ónýtanlegum matarafgöngum, 40 lítrum af drykkjum og 5 kg af matarolíu og fitu á hvern fjölskyldumeðlim. Með öðrum orðum er áætlað að íslensk heimili hendi samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju, um 9.130 tonnum af ónýtanlegum matarafgöngum, 14.670 tonnum af drykkjum og 1.840 tonnum af matarolíu og fitu. Sambærileg rannsókn var framkvæmd af Umhverfisstofnun árið 2016 og fannst ekki tölfræðilega marktækur munur á sóun milli tímabilanna tveggja. 

Niðurstöður fyrirtækjarannsóknarinnar benda til að ríflega 22 kg af nýtanlegum mat, 3,6 kg af ónýtanlegum mat, 14,6 lítrum af drykkjum og 1,6 kg af olíu og fitu sé sóað á hvern íbúa árlega. Dræm þátttaka framleiðslufyrirtækja í rannsókninni gerir það þó að verkum að niðurstöðurnar endurspegla bara neysluhlekk matvælakeðjunnar, þ.e.a.s. heild- og smásölu, veitingasölu og spítala og hjúkrunarheimili.  

Vesturlönd veita matarsóun sífellt meiri athygli, ekki síst vegna umtalsverðrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Enn sem komið er liggja ekki fyrir staðlaðar aðferðir við rannsóknir á matarsóun, en eitt framlag rannsóknarskýrslu Umhverfisstofnunar var að koma með tillögur til Hagstofu Evrópusambandsins að stöðluðum aðferðum við rannsóknir á matarsóun.  
 

Tafla 2. Samanburður á matarsóun innan mismunandi hlekkja virðiskeðjunnar, á mann á ári og heildarsóun á Íslandi á ári, árið 2019 

Tegund sóunar

Heild- og smásala

Veitingasala

Spítalar og hjúkrunarheimili

Neysluhlekkurinn án heimila

Neysluhlekkurinn með heimilum

Á mann (kg)

Heildar-sóun (tonn)

Á mann (kg)

Heildar-sóun (tonn)

Á mann (kg)

Heildar-sóun (tonn)

Á mann (kg)

Heildar-sóun (tonn)

Á mann (kg)

Heildar-sóun (tonn)

Nýtanlegur matur

3,2

1173

17,5

6343

0,7

243

22,4

8110

42,1

15263

Ónýtanlegur úrgangur

2,9

1042

1,1

413

0,3

118

3,6

1320

28,8

10442

Vökvi

0,3

108

10,9

3962

0,2

84

14,6

5310

55,1

19980

Matarolía

0,3

96

1,5

548

0,0

18

1,6

570

6,6

2410

Samtals

6,7

2419

31,0

11265

1,3

463

42,2

15310

132,5

48095

Sjá skýrslu hér.