Stök frétt

Umhverfisstofnun kemur ágætlega út úr nýrri könnun þar sem viðhorf almennings gagnvart stofnuninni voru mæld. Maskína sá um framkvæmd könnunarinnar í nóvember sl. Umhverfisstofnun er í efra lagi ríkisstofnana er kemur að jákvæðni almennings.

Mjög lágt hlutfall svarenda mælir neikvæðni gagnvart stofnuninni. Aðeins 12,2% segjast neikvæð, 42% í meðallagi og 45,8% jákvæð.

Þá hefur traust gagnvart stofnuninni aukist lítillega frá síðustu mælingu. Um 10% landsmanna segjast þó ekki bera traust til Umhverfisstofnunar. Stofnunin hyggst bregðast við þeirri niðurstöðu með auknum upplýsingum til almennings um hlutverk Umhverfisstofnunar og skyldur.

Samkvæmt svörum könnunarinnar hefur áhugi fólks á umhverfismálum aukist í öllum aldursflokkum nema hjá 60 ára og eldri. Einkum hefur umhverfisáhugi vaxið meðal 30-39 ára Íslendinga. Úrtak Maskínu var 1.027 manns slembiúrtak og voru gögnin vigtuð með liti til aldurs, búsetu og fleiri þátta.

Myndina tók starfsmaður Umhverfisstofnunar í vísindaferð úti í Surtsey á dögunum.