Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur nú lagt fram tillögu að friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit sem náttúruvættis. Tillagan er unnin af samstarfshópi sem í eiga sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, Þingeyjarsveitar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, landeigenda jarðanna Hriflu, Ljósavatns og Rauðár og Minjastofnunar. 

Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir við tillöguna er til og með 9. mars 2020. 
Tillöguna og nánari upplýsingar er að finna hér.