Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Þessa dagana vinnur Umhverfisstofnun að ítarlegri rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi árið 2019. Rannsóknin beinist hvoru tveggja að matarsóun inni á heimilum og í fyrirtækjum sem sýsla með mat. Ríflega 1.000 heimili lentu í slembiúrtaki rannsóknarinnar og rúmlega 700 fyrirtæki.

Hringt er í þá aðila sem lenda í úrtaki rannsóknarinnar og þeir beðnir að taka þátt í rannsókninni. Þeir sem samþykkja þátttöku eru síðan beðnir að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu/í fyrirtækinu í eina viku og skrá inn í gagnagátt. Gallup sér um úthringingarnar.

Skráningargátt rannsóknirnnar er hér https://gogn.ust.is/matarsoun/index.php.

Umhverfisstofnun vonar að sem flestir sjái sér þess kost að taka þátt í rannsókninni, því góð þátttaka er forsenda þess að áræðanlegar upplýsingar fáist um umfang matarsóunar hér á landi. Geta má þess að Umhverfisstofnun stóð fyrir sambærilegri rannsókn árið 2016.
Matarsóunarrannsóknin er gerð með styrk frá Evrópsku hagstofunni (EUROSTAT). Tilgangurinn er að afla hagtalna um umfang matarsóunar á Íslandi. Niðurstaðna er að vænta snemma árs 2020 og verða þær birtar opinberlega.

Umsjónarmaður rannsóknarinnar er: Margrét Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftlagsmála og græns samfélags.
Netfang: margret.einarsdottir@umhverfisstofnun.is og beinn sími: 591 2086.