Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu starfsleyfis, sbr. umsókn rekstraraðila um starfsleyfi og fullnægjandi mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, með þeim skilyrðum og takmörkunum sem koma fram í starfsleyfinu. Unnið hefur verið með Matvælastofnun að samræmingu við leyfisútgáfu rekstrarleyfis, en leyfin eru afhent rekstraraðila samtímis.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi, sbr. 2. mgr. 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, fyrir framleiðslu á allt að 10.700 tonnum á ári á tímabilinu 5. júlí til 31. ágúst 2017. Auglýsingin var birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar, dags. 5. júlí 2017, ásamt gögnum sem lágu til grundvallar tillögunni. Umhverfisstofnun tók ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi fyrir eldið þann 13. desember 2017. Sú ákvörðun var felld úr gildi með úrskurði úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála þann 4. október 2018, vegna atriða er vörðuðu mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Umsækjandi um starfsleyfi sendi inn viðbótarupplýsingar vegna mats á umhverfisáhrifum til Skipulagsstofnunar. Upplýsingarnar voru einkum um valkostaumræðu í umhverfismati, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar. Skipulagsstofnun gaf á ný út álit um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og var tillaga að starfsleyfi unnin út frá umsóknargögnum ásamt nýjum gögnum sem komið hafa fram í kjölfar úrskurðar og á grundvelli álita Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifunum.

Tillaga að starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 14. júní til og með 15. júlí 2019 á ný sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, fyrir framleiðslu á allt að 10.700 tonnum á ári. Auglýsingin var birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar, dags. 14. júní 2019, ásamt gögnum sem lágu til grundvallar tillögunni. Tillagan var einnig send á viðkomandi sveitarfélög, heilbrigðisnefnd og hagsmunaaðila þann 14. júní þ.m.t. þá sem gerðu athugasemd við áður auglýsta tillögu.

 

Tengd skjöl: