Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnunin hefur nú tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi fyrir Skaftárhrepp til urðunar úrgangs á Stjórnarsandi.

Skaftárhreppur óskaði eftir breytingu á starfsleyfinu til að fá heimild til að geyma allt að 25 tonnum af hjólbörðum en fyrir var heimild til geymslu á allt að 30 tonnum af brotajárni og allt að 30 tonnum af timbri. Í ferlinu var ákveðið að heimild yrði einnig veitt til geymslu á allt að 10 tonnum af plasti. Heimild starfsleyfisins til heildar móttöku úrgangs sem og urðun er þrátt fyrir þetta óbreytt.

Við breytingu starfsleyfisins voru reglugerðartilvísanir einnig uppfærðar eftir því sem við átti.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að breyttu starfsleyfi opinberlega á vefsíðu stofnunarinnar á tímabilinu 8. júlí til og með 6. ágúst 2019 og var gefinn kostur á skriflegum umsögnum um tillöguna á því tímabili. Engin umsögn barst um tillöguna.

Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarnaeftirlit, laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, gildir til 27.11.2029.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl: