Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun á grundvelli 25. gr. a. laga nr. 60/2013, um náttúruvernd, að takmarka umferð um Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti við Kröflu í Skútustaðahreppi.

Takmarkanirnar eru eftirfarandi:

  • Gestum ber að fylgja gönguleiðum og virða merkingar og girðingar
  • Umferð bíla takmarkast við merkt bílastæði
  • Fara skal eftir leiðbeiningum landvarða um umferð og umgengni á svæðinu
  • Við Stóra-Víti verður hringleið umhverfis gíginn lokuð. Aðgengi verður takmarkað við svæðið upp frá bílastæði og suður fyrir gíginn, um 400 metra leið. Í vætutíð verður aðgengi takmarkað við hellulagða stétt vestan við sprengigíginn og verður það sérstaklega merkt.

Farið verður í eftirfarandi aðgerðir:

  • Landverðir munu endurnýja kaðlagirðingar, þrengja gönguleiðir til að stýra ferð fólks, loka villustígum sem hafa orðið til og bæta merkingar skv. 2. mgr. 30. gr. náttúruverndarlaga
  • Landverðir munu fara á svæðin til að stýra umferð og týna upp rusl
  • Þá mun verða daglegt eftirlit með því að takmarkanir séu virtar

Takmörkunin á svæðunum mun taka gildi frá og kl. 14:00 2. ágúst 2019. Stefnt er að endurskoðun takmörkunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Takmörkunin er gerð skv. 25 gr. a. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

 

Information in English

The Environment Agency has decided to limit access to Hveri, Leirhnjúkur and Víti from 2 pm on the 2nd of August 2019. The areas will be open for visitors who must follow marked paths and directions on signs. Cars must be parked in designated parking areas. These limitations are due to risk of damage to these important natural areas. Rangers will be on site to assist and inform visitors.

We encourage everyone visiting these and other natural sites to be considerate, help keeping them tidy, and avoid disturbing wildlife.