Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur nú lagt fram til kynningar tillögu að friðlýsingu háhitasvæðis Gjástykkis: 100 Gjástykki á grundvelli flokkunar svæðisins í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlun), sbr. ályktun Alþingis nr. 13/141, frá 14. janúar 2013.

Frestur til að skila athugasemdum er til og með 30. október 2019.
Frekari upplýsingar má finna hér

Athugasemdum skal skilað inn á vefsíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með bréfpósti; Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.