Stök frétt

Umhverfisstofnun mun framlengja lokun Gróttu í Seltjarnanesbæ fyrir umferð gesta en lokunin mun taka gildi frá og með 15. júlí nk.

Umrætt svæði er skilgreint sem friðland skv. auglýsingu nr. 13/1984. Samkvæmt auglýsingunni er umferð óviðkomandi fólks bönnuð á tímabilinu 1. maí til 15. júlí. Umhverfisstofnun telur mikilvægt að framlengja lokunina þar sem hætta er á verulegri röskun á fuglalífi ef svæðið verður opnað á þeim tíma sem tilgreindur er í auglýsingunni, enda um viðkvæmt tímabil fuglalífs að ræða. Svæðið nálægt Gróttu, sem og Grótta er vinsælt útivistarsvæði og því mikilvægt að bregðast við sem fyrst.

Um skyndilokun á svæðinu er að ræða sem mun standa yfir í tvær vikur.

 

Grótta closed

The Environment Agency of Iceland has decided to extend the closing time in Grótta nature reserve in Seltjarnanesbær for protection of birdlife as of Monday, July 15th, 2019. The area will be closed for the next two weeks.

Due to danger of disturbance of birdlife leading to impact on nesting success and chick survival.

Entering the area is strictly forbidden.