Stök frétt

Umhverfisstofnun vill nota tækifærið og minna á að einstaklingum 15 ára og eldri er óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér, 10 ára eða yngri, þegar sundstaðir eru heimsóttir nema um sé að ræða foreldri eða þann sem fer með forsjá barnanna lögum samkvæmt.

Þar að auki er áréttað að börnum sem ekki hafa náð 10 ára aldri er óheimill aðgangur að sund- og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.

Þetta þýðir að börn sem eru yngri en 10 ára eru algerlega á ábyrgð foreldra eða forráðamanna meðan á heimsókn stendur.

Það er ekki hlutverk laugavarða eða annara starfsmanna að gæta einstakra barna fyrir foreldra, heldur sjá þau um almennt öryggi á sundstöðum.