Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

English below.

Í ágúst verða liðin 40 ár frá því að Friðland að Fjallabaki var stofnað með auglýsingu um friðlýsingu nr. 354/1979.  Markmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstæðar jarðminjar, landslag, lífríkið og ósnortin víðerni svæðisins. Friðlandið er 44.624 hektarar að stærð og innan þess er hluti Torfajökulssvæðisins sem er eitt stærsta og öflugasta háhitasvæði landsins. Torfajökulssvæðið  þykir einstakt á heimsmælikvarða og er eitt af þeim svæðum sem eru á yfirlitsskrá heimsminja fyrir Ísland hjá UNESCO.  


Afþreying og gisting
Í Friðlandinu er möguleiki á að stunda fjölbreytta afþreyingu . Hægt er að velja um margar fjölbreyttar gönguleiðir og hjólaleiðir og einnig liggja vinsælar reiðleiðir um friðlandið. Einnig er veiði í flestum vötnum á svæðinu og hægt að kaupa veiðileyfi í Landmannahelli og Landmannalaugum. Þrjú tjaldsvæði eru í friðlandinu þar sem einnig er boðið upp á skálagistingu. Nánari upplýsingar og bækling um friðlandið má nálgast hér  

Afmælisdagskrá
Í friðlandinu starfa landverðir yfir sumartímann og eru þeir með fasta viðveru í Landmannalaugum frá kl. 10:00 – 13:00 þar sem þeir veita upplýsingar og fræðslu um svæðið. Í tilefni af því að friðland að Fjallabaki verður 40 ára í ár ætla landverðir að bjóða upp á fræðslugöngur úr Landmannalaugum laugardagana 6, 13 og 27. júlí. Lagt verður af stað frá upplýsingabás í Landmannalaugum kl. 14:00. Gengið verður um Laugahraun að Brennisteinsöldu og til baka um Grænagil. Gangan tekur um 2,5 klst. og er gestum að kostnaðarlausu. Þetta er miðlungs létt ganga þar sem landverðir segir frá náttúru og sögu friðlandsins. Á afmælisdaginn sjálfan  sem er 13. ágúst verður boðið upp á afmælisgöngu sem verður nánar auglýst síðar. 

Nánari upplýsingar hjá landvörðum í síma 822 4083

Fjallabak nature reserve celebrates 40 years birthday this year. To celebrate the park rangers invite you to a walk with them the coming Saturdays in July, the 6th, 13th and 27th. The walks will start in Landmannalaugar at 2 pm and the rangers will take you through Laugahraun to Brennisteinsalda and back to Landmannalaugar through Grænagil. The walk will take about 2.5 hours and is free of charge. This will be a medium easy walk and the rangers will tell you all about the nature and history of the area.

For further information call the rangers, tell: +354 822 4083