Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn ArcticLAS ehf. um leyfi til afmarkaðrar notkunar erfðabreyttra rotta (Rattus Norvegicus) í rannsóknarhúsnæði sínu að Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík. Starfsemin sem hér um ræðir fellur undir lög um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996 og reglugerð nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera.

Í umsókn kemur fram að ráðgert er að nýta tilraunarotturnar við rannsóknir á arfgengri heilablæðingu sem greinst hefur á Íslandi. Rotturnar bera stökkbreytingu sem veldur aukningu á amyloid magni og gæti því verið sjúkdómsmódel fyrir arfgenga heilablæðingu en dýrin eru fengin úr evrópsku stökkbreytiverkefni.  ArcticLAS ehf. mun því ekki framkvæma erfðabreytinguna heldur sjá um rannsóknir með þegar erfðabreyttar rottur.

Leitað verður álits Vinnueftirlitsins og ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur við vinnslu leyfisins. Kallað verður eftir upplýsingum um afmörkunarflokk starfseminnar, áhættumat og viðbragðsáætlun mengunar umhverfis vegna erfðabreyttra rotta skv. reglugerð 276/2002.

Umhverfisstofnun mun auglýsa ákvörun sína um útgáfu leyfis síðar.