Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfistofnun verður eins og fyrri ár þátttakandi á Hátíð hafsins. Í ár munum við bjóða upp á fræðslu um hvað má ALLS EKKI fara í klósettið og hvernig við höldum sjónum okkar hreinum. Hægt verður að skoða fituhlunk úr fráveitunni og sjá furðulega hluti sem hafa óvart ratað í klósettið.
Gestir geta einnig unnið ferð fyrir alla fjölskylduna í hvalaskoðun og á hvalasýninguna með því að taka þátt í skemmtilegri getraun.
Viðburðurinn í ár er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar og Veitna. Staðsetning: Grandagarður 27. Hlökkum til að sjá ykkur! http://hatidhafsins.is/