Stök frétt

Vegagerðin hefur opnað veg 208 í Landmannalaugar í Friðland að Fjallabaki en aðrir vegir á svæðinu eru enn lokaðir. Nánast allur snjór er farinn af svæðinu og jarðvegur nokkuð þurr. Opnað er óvenju snemma í Landmannalaugar í ár, eða rúmum tveimur vikum fyrr en árið 2018 þegar opnaði 11. júní. Umhverfisstofnun vill árétta að gróður og jarðvegur er sérstaklega viðkvæmur á þessum árstíma og því mikilvægt að einungis sé gengið á göngustígum eins og reglur kveða á um.

Ýmsar gönguleiðir í Landmannalaugum eru lokaðar vegna aurbleytu og verða ekki opnaðar fyrr en frost er farið úr jörðu og svæðið hefur náð að þorna. Gönguleiðin um Laugahraun og Grænagil, svokallaður Laugahringur er opinn, en þó ber að varast einstaka snjóskafla í hrauninu við Grænagil sem geta gefið eftir þegar gengið er á þeim. 

Vegur F208 um Fjallabak nyrðra og vegur F225 Dómadalsleið  verða lokaðir eitthvað áfram og einnig vegur að Ljótapolli. Talsvert hefur borið á því að ekið er inn á vegi þar sem akstursbann er í gildi og vill Umhverfisstofnun árétta að það er brot á lögum. Ástæða lokananna er ýmist vegna aurbleytu á einstaka köflum á vegum, vegir í sundur eða vegna viðkvæms ástands náttúru. Umhverfisstofnun biður því ferðaþjónustufyrirtæki og gesti að sýna biðlund og leyfa náttúrunni að njóta vafans. 

Ferðafélag Íslands hefur opnað þjónustu sína í Landmannalaugum og landverðir Umhverfisstofnunar komnir til starfa og mun þeim fjölga eftir því sem líður á sumarið. Nánari upplýsingar í síma: 591 2000 eða netfang: fjallabak.ranger@ust.is

Road to Landmannalaugar open
Road 208 to Landmannalaugar in Fjallabak Nature Reserve is open but other roads in the area are still closed due to thawing condition and will remain closed until conditions change. Driving on closed roads is strictly forbidden. In Landmannalaugar, some walking paths are closed due to thawing condition but the paths through Laugahraun and Grænagil are open. The nature is very sensitive at this time of year so it is very important that guests follow the rules and walk only on walking paths that are open and do not walk out side of the paths. 
The mountain hut and camp site in Landmannalaugar is open and park rangers have started working. For more information contact the Environment agency, phone: +354 591 2000 or email: fjallabak.ranger@ust.is