Stök frétt

Ársfundur Umhverfisstofnunar fer fram á Grand hóteli, föstudaginn 03. maí nk. kl. 13.00-15.00.

Yfirskrift fundarins er Morgundagurinn – nær en þig grunar! Sérstakir gestir í ár eru forstjóri Umhverfisstofnunar Írlands, Laura Burke, og Sævar Helgi Bragason, „Stjörnu-Sævar“.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

13.00   Setning ársfundar.

13.05  Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flytur ávarp.

13.25   Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar: „Bara seinni tíma vandamál“.

13.40   Laura Burke, forstjóri Umhverfisstofnunar Írlands: „EPA and the Circular Economy” (Umhverfisstofnun Írlands og hringrásar- hagkerfið).

14.05   Örstuttar fyrirspurnir til Lauru.

14.10   Sævar Helgi Bragason - Stjörnu-Sævar: „Hvað getum við gert til að laga plánetuna Jörð? – lærdómur af þáttagerð um umhverfismál“.

14.20   Elva Rakel Jónsdóttir, Ólafur A. Jónsson og Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjórar hjá Umhverfisstofnun: „Hvernig getum við aukið vilja og getu til að takast á við umhverfisvandamál framtíðarinnar?“.

14.41   Pallborðsumræður.

15:00   Lok ársfundar.

 

Fundarstjóri: Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri.

 

Allir velkomnir

meðan húsrúm leyfir.

Hægt verður að fylgjast með ársfundinum í beinni útsendingu á ust.is

 

Umhverfisstofnun hvetur gesti til að nýta vistvænan samgöngumáta til ferða á ársfundinn.

Grand Hótel Reykjavík er svansvottað hótel