Stök frétt

Kæru plokkarar!

Við viljum byrja á að þakka ykkur fyrir frábært framtak í hreinsun stranda á Íslandi!

Til að fylgjast með hvað berst af rusli á strendur á Íslandi hefur Umhverfisstofnun valið ákveðin strandsvæði til reglulegrar vöktunar. Á hverju strandsvæði eru 100 m afmarkaðir, þar sem allt rusl er tínt og flokkað samkvæmt staðlaðri aðferðafræði, allt að 4 sinnum á ári. Gögnin eru notuð til að fylgjast með þróun á magni og samsetningu rusls og gera samanburð við önnur strandsvæði í Norðaustur-Atlantshafi. Í dag eru 6 strandsvæði vöktuð á Íslandi og er eitt þeirra í Bakkavík á Seltjarnanesi.

Til að gögnin séu marktæk er mjög mikilvægt að ekki sé hreinsað af þessum strandsvæðum á öðrum tímum en vöktunin segir til um. Því eru plokkarar vinsamlegast beðnir um að tína ekki rusl á þessu 100 m vöktunarsvæðið (rauða línan) í Bakkavík, Seltjarnanesi, sem er sýnt á meðfylgjandi mynd.

Sjá nánar hér: https://ust.is/atvinnulif/haf-og-vatn/voktun-stranda/