Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Malbikunarstöðina Höfða hf. Sótt var um starfsleyfi fyrir áframhaldandi rekstur stöðvarinnar.

Það hefur verið á allra vitorði að fyrirhugað er að flytja rekstur malbikunarstöðvarinnar á Sævarhöfða í Reykjavík á nýjan stað. Það er þó ekki beint viðkomandi rekstri stöðvarinnar á þessum stað. Með tilliti til þess að starfsleyfi eru bundin ákveðnum staðsetningum samkvæmt lögum og reglugerðum þurfti Umhverfisstofnun að fara yfir formlegar skipulagsheimildir um starfsemina og var niðurstaðan að ítrasta heimild um gildistíma á nýju starfsleyfi þannig að það samræmist aðalskipulagi sé til ársloka 2022. Eftir það liggur ekki fyrir heimild til rekstrarins samkvæmt skipulagi. Umhverfisstofnun gerir því tillögu um að miða gildistímann í starfsleyfinu við árslok 2022.

Tillagan gerir ráð fyrir sambærilegum kröfum og gerðar voru í fyrra starfsleyfi sem gefið var út 18. júní 2015 og er nú útrunnið. Vegna þess að starfsleyfið er ætlað fyrir starfsemi sem er í þann veginn að leggjast af (á þessum stað) þótti rétt að gera ekki umfangsmiklar breytingar á þeim kröfum sem komu fram í starfsleyfinu sem rann út.
Starfsleyfistillagan verður í auglýsingu á tímabilinu 6. febrúar til 7. mars 2019 og frestur til að gera athugasemdir við hana er til 7. mars 2019.

Tengd skjöl:
Starfsleyfistillaga
Starfsleyfisumsókn
Besta aðgengilega tækni EAPA