Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Fjölmiðlar vinna og birta að meðaltali 4-5 fréttir hvern dag ársins um störf Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í gögnum frá Creditinfo í yfirliti um árið 2018.

Alls voru 1.562 fréttir birtar um Umhverfisstofnun á árinu. Flestar birtast í vefmiðlum. Að auki voru birtar 311 prentaðar fréttir á árinu og tæplega 200 útvarps- og sjónvarpsfréttir um Umhverfisstofnun.

Ívið meiri fréttaumfjöllun var um stofnunina árið 2017. Skýrist það aðallega af miklum fjölda frétta það ár vegna umdeildrar starfsemi kísilvers United Silicon.