Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar og aðgerðir rekstraraðila til að lágmarka umhverfisáhrif vegna starfsemi urðunarstaðarins í Álfsnesi.
Fundurinn verður haldinn í Hlégarði, að Háholti 2, Mosfellsbæ, miðvikudaginn 5. desember næstkomandi kl. 17:00.
Dagskrá fundarins:
Fulltrúi Umhverfisstofnunar kynnir starfsleyfi og niðurstöður eftirlits
Fulltrúi rekstraraðila kynnir niðurstöður eftirlitsmælinga, umhverfismarkmið og aðgerðir til að draga úr lyktarmengun.
Umræður
Hægt er að nálgast gögn er varða starfsleyfi og eftirlit á heimasíðu Umhverfisstofnunar: