Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun skilar árlega til ESA skýrslu um brennisteinsinnihald skipaeldsneytis í samræmi við reglurgerð nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti. Hingað til lands eru fluttar þrennskonar gerðir skipaeldsneytis, þ.e.a.s.: svartolía, skipadíselolía og skipagasolía og er brennisteinsinnihald þeirra allra vaktað. Ástæðan er sú, að sett hafa verið markmið á Evrópska efnahagssvæðinu um að draga úr losun brennisteins út í andrúmsloftið vegna brennslu eldsneytis en við brunann losnar brennisteinsoxíð sem hefur skaðleg áhrif á bæði heilsu fólks og umhverfið.

Þróun seinustu ára hefur verið sú að innflutningur skipagasolíu hefur verið að aukast, en það er olían sem inniheldur minnst af brennisteini (Mynd 1). Skipadíselolía hefur í heildina aukist lítillega en þar sem þessi aukning er lítil og árin í úrtakinu fá er varla hægt að segja þetta marktæka aukningu. Hins vegar hefur innflutningur svartolíu, sem inniheldur mest af brennisteini, verið að dragast saman.

 

Mynd 1. Þróun á innfluttu magni skipaeldsneytis.

Brennisteinsinnihald þeirrar svartolíu sem er í boði hér á landi reyndist alltaf talsvert undir leyfilegum mörkum, en þau eru 3,5% (Mynd 2). Meðalbrennisteinsinnihaldið er hins vegar allbreytilegt, en það sveiflast frá 0,98-1,9% og ekki er hægt að segja til um hvort þróunin 2012-2017 sé í átt til lægra brennisteinsinnihalds. Þá er breytileikinn milli sendinga mikill, t.d. sveiflaðist brennisteinsinnihaldið frá 0,64% upp í 1,94% á árinu 2017.

Frá og með 1. janúar verða leyfileg mörk fyrir brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti lækkuð niður í 0,5%. Mögulegt verður að nota útblásturshreinsunaraðferðir til að vera undir mörkum eins og er leyfilegt nú,

 

Mynd 2. Niðurstöður mælinga á hámarks-, lágmarks- og meðalbrennisteinsinnihaldi svartolíu ásamt núverandi og komandi mörkum.