Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur hlotið GULLvottun í hjólavottun vinnustaða fyrir starfsstöðina við Suðurlandsbraut.

Um ræðir svipað kerfi og Græn skref í ríkisrekstri, en uppfylla þarf ýmis skilyrði til að fá slíka viðurkenningu. Dæmi sem liggja til grundvallar vottuninni eru:

  • Samgöngusamningar
  • Hjól fyrir starfsmenn
  • Aðstaða fyrir starfsmenn
  • Viðgerðarsett og pumpa
  • Aðstaða fyrir gesti.

 Hægt er að hljóta gull, silfur eða brons eftir því hve góð aðstaða er í boði fyrir hjólreiðafólk á vinnustöðum.

Á myndinni eru fulltrúar þeirra fyrirtækja og stofnana sem tóku við hjólavottun á föstudaginn. Advania og Umhverfisstofnun hlutu Gullvottun, Hafnarfjarðarbær Silfurvottun og Seltjarnarnesbær Bronsvottun. Vínbúðin Heiðrún fékk endurnýjaða Gullvottun og Vörður Silfurvottun.