Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum.
Átakið hefst í dag, 16. september og er markmiðið að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.
Umhverfisstofnun hvetur lansdmenn til að taka þátt í átakinu og hegða sínum ferðavenjum í framtíðinni með sem vistvænstum hætti.