Umhverfisstofnun hvetur almenning til að gera nokkrar einfaldar breytingar til að draga úr plastnotkun í þessum mánuði, sem og síðar meir. Sleppa plastpokum, nota fjölnota kaffimál, segja nei við einnota rörum og öðru sem fylgir máltíðum. Þá má benda á að veislur þar sem borðbúnaður er einnota þykja ekki til fyrirmyndar nú um stundir!
Við tilefnið tilkynnti umhverfis - og auðlindaráðherra að Umhverfisstofnun fengi 3,5 milljónir kr. í plastverkefni næstu tvö árin.