30. júlí 2018 | 11:58
Fræðsluganga við Þorbjörn á Reykjanesi á morgun
Á alþjóðadegi landvarða á morgun, 31. júlí kl. 13, bjóða landverðir á Reykjanesi upp á létta 2 klst. göngu við rætur fjallsins Þorbjörn. Gengið verður frá bílastæðinu á Selhálsi við hitaveitutankinn. Meðan á göngu stendur munu landverðir fræða gesti um náttúruna og störf landvarða.