Stök frétt

Umhverfisstofnun minnir á að nú er stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum til kynningar og er frestur til að skila inn athugasemdum til 17. júlí n.k.

Markmið friðlýsingarinnar á Hornströndum er að vernda lífríki, jarðminjar og menningarminjar svæðisins. Markmið með gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið er að leggja fram stefnu um verndun og hvernig viðhalda megi verndargildi þess þannig að sem mest sátt ríki um. Sérstaða svæðisins er mikil og með áætluninni er stefnt að því að standa vörð um og efla jákvæða ímynd svæðisins. 

Umhverfisstofnun hvetur alla sem hafa áhuga á að kynna sér áætlunina,

Frekari upplýsingar má finna á eftirfarandi slóð:

https://ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2018/06/07/Stjornunar-og-verndaraaetlun-um-fridlandid-a-Hornstrondum/