Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf. til framleiðslu á allt að 3.000 tonnum á ári af bleikju eða laxi í landeldi að Stað í Grindavík. Rekstaraðilinn er með 1.600 tonna leyfi á sama stað og er því að auka framleiðsluna. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg hjá sveitarstjórn Fjarðabyggðar á tímabilinu 29. júní – 30. júlí 2018.

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) frá eldinu muni bersast í viðtakann sem er opið Atlandshafið. Að mati stofnunarinnar eru áhrif mengunarinnar afturkræf og munu því ekki hafa varanlega áhrif á umhverfið en jafnframt er hægt að grípa til aðgerða ef aðstæður breytast með ákvæðum í starfsleyfi.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. júlí 2018.

Tengd skjöl