Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn um nýtt starfsleyfi fyrir kísiljárnverskmiðju Elkem Ísland á Grundartanga í kjölfar ákvörðunar Umhverfisstofnunar um endurskoðun starfsleyfis. Sótt er um endurnýjun á leyfi til framleiðslu á 190.000 tonnum af kísiljárni á ári, þar af 10.000 tonn af sólarkísil sem er sama umfang og í núgildandi leyfi. 
Unnið er úr umsókn og gerð starfsleyfistillögu. Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.
 
Fylgigögn:
Endurnýjun starfsleyfis - Viðbrögð vegna bréfs 30. sept. 2016
Umsókn um starfsleyfi, beiðni um gögn
Starfsleyfisumsókn 2009
Viðbótargögn, framleiðslu- og aukaafurðir
Gildandi skipulagsuppdrættir
Listi, skil til alþjóðasamninga 2017