Umhverfistofnun verður eins og fyrri ár þátttakandi á Hátíð hafsins sem fram fer um næstu helgi við hafnarbakkann í Reykjavík. Í ár býður Umhverfisstofnun upp á vísinda- og fræðsluviðburð um plast í hafi, í samstarfi við listamennina Hildigunni Birgisdóttur og Arnar Ásgeirsson.
Hægt verður að fræðast um plast í hafi, fylgjast með plastétandi vaxormum og skoða leiðir til að sporna við ofnotkun á plasti.
Gestir eru hvattir til að hætta notkun á einnota plasti og ahenda okkur SÍÐASTA plastpokann sinn. Kíkið við! http://hatidhafsins.is/