Stök frétt

Mikilvægt er að úrgangsmeðhöndlunaraðilar fari eftir settum reglum þegar kemur að flutningi úrgangs á milli landa. Til að leiðbeina útflutningsaðilum um rétta framkvæmd hélt Umhverfisstofnun á dögunum opinn upplýsingafund um útflutning á efnum til endurnýtingar. Þar var farið yfir þær skyldur sem hvíla á útflutningsaðilum og hvernig staðið skal að útfyllingu á svokölluðu Annex VII sem fylgja þarf með öllum sendinum úrgangs til endurnýtingar.

Stofnunin hóf á árinu sértækt eftirlit með flutningi úrgangs á milli landa, en eftirlitið byggir á eftirlitsáætlun sem gefin var út fyrr á árinu. Árið 2016 var sett reglugerð í ESB sem skyldar aðildarríki og ríki EEA að vera með virkt eftirlit með málaflokknum. Með auknu eftirliti verður enn mikilvægara fyrir útflutningsaðila að framkvæmd flutninga sé rétt.

Í tenglunum hér að neðan má finna ítarefni fyrir aðila sem standa í eða hafa hug á útflutningi úrgangs til endurnýtingar: