Fjarðaþrif er 15 ára gamalt fyrirtæki og hefur verið Svansvottað fyrirtæki síðan 2012. Fyrirtækið er eina ræstingafyrirtækið á Austfjörðum sem er vottað samkvæmt viðmiðum Svansins.
Við gagnaskil og úttekt kom í ljós að gott utanumhald er um kröfur Svansins í höfuðstöðvum fyrirtækisins og var brugðist fljótt og örugglega við athugasemdum Svansins. Einnig var skipulag á lager og í ræstikompum til fyrirmyndar.
Til að hljóta vottun Svansins þarf ræstiþjónusta að hafa lágmarkað efnanotkun, lágmarkað eldsneytisnotkun í rekstri, hámarkað hlutfall umhverfisvottaðra efna og hætt notkun á efnum sem geta verið skaðleg umhverfinu og heilsu manna svo eitthvað sé nefnt. Einnig er lögð áhersla á fræðslu og leiðbeiningar til starfsfólks og að fyrirtækið sé með ferill til að tryggja gæði þjónustunnar.
Umhverfisstofnun óskar Fjarðaþrifum til hamingju með áfangann og þakkar samstarfið.
Á myndinni eru frá vinstri Eðvald Garðarsson viðskiptastjóri, eigendurnir Lára Eiríksdóttir og Björgvin Erlendsson og skrifstofustjórinn Helga Leifsdóttir.