Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun býður  til kynningarfundar 17. maí nk. um verkefnið Græn skref í ríkisrekstri, Verkefnið er á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og fer Umhverfisstofnun með umsjón þess. Markmið þess er að draga úr umhverfisáhrifum vegna opinbers reksturs og auka þekkingu starfsfólks á umhverfismálum. Allar upplýsingar um verkefnið eru inni á www.graenskref.is og svo erum við líka með facebook síðu /graennrikisrekstur/

Verkefnið er ríkisstofnunum að kostnaðarlausu, það er auðvelt og einfalt í innleiðingu og hægt að leita til Umhverfisstofnunar fyrir frekari upplýsingar eða aðstoð.

Alls 58 ríkisstofnanir eru komnar í verkefnið með um 200 starfsstöðvar t.d. Alþingi, Menntaskólinn við Sund, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Vegagerðin, Ríkiskaup, Náttúrustofnun Íslands. Sjö ráðuneyti eru einnig komin í verkefnið umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, forsætisráðuneytið, utanríkisráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Fundurinn verður haldinn 17. maí kl. 09:00 – 10:30 hjá Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 3. hæð. Þátttakendum býðst einnig að taka þátt í gegnum Skype for business.

Skráning fer fram hér.