Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Ársfundur Umhverfisstofnunar fer fram föstudaginn 4. maí á Grand Hótel, Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er: Hvernig verður stefna að veruleika? – raunhæfar leiðir til árangurs.

Formleg dagskrá hefst kl. 09.00 með ávarpi umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Þá flytur Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, erindi þar sem hún leggur út af "Þetta reddast"-hugsun Íslendinga.

Aðalfyrirlesari fundarins er Björn Risinger, forstjóri Umhverfisstofnunar Svíþjóðar, elstu samþættu umhverfisstofnunar heims. Svíar settu sér sérstök umhverfismarkmið fyrir 19 árum og verður fróðlegt að horfa til reynslu þeirra. 

 Í kjölfarið ræða sérfræðingar frá stofnuninni stefnu og markmið stofnunarinnar í samræmi við yfirskrift.

Fundarstjóri er Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á umhverfisstofnun.is.

Þá verður glóðvolg ársskýrsla Umhverfisstofnunar kynnt á fundinum og leynast þar ýmsar fréttir.