Stök frétt

Á síðasta ári tók gildi reglugerð sem skyldar ríki ESB til að stunda sértækt eftirlit með flutningi úrgangs milli landa. Af því tilefni boðar Umhverfisstofnun miðvikudaginn 09. maí nk. kl 14-16 til opins upplýsingafundar um flutning úrgangs. Hert eftirlit innan sambandsins hefur það í för með sér að mikilvægt er að úrgangsmeðhöndlunaraðilar fylgi þeim skyldum sem settar hafi verið fram þar sem brot á þeim getur haft afleiðingar í för með sér.

Á fundinum verður lögð áhersla á flutning endurvinnsluefna (green waste) og þeim kröfum sem úrgangsmeðhöndlunaraðilar þurfa að fylgja er varðar útflutning þessara efna. Farið verður yfir hvernig fylla á út svokallað Annex VII sem skylt er að senda með úrganginum. Einnig gefst tækifæri á umræðum um eftirlit stofnunarinnar með flutningi úrgangs.

Fundurinn fer fram á starfsstöð Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24. Hægt er að taka þátt í gegnum Skype sé þess óskað.

Skráning hér.