Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Ársfundur Umhverfisstofnunar fer fram föstudaginn 4. maí næstkomandi á Grand Hótel, Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er:

Hvernig verður stefna að veruleika?

– raunhæfar leiðir til árangurs

Fundurinn hefst með morgunverðarsnarli kl. 08:30. Formleg dagskrá hefst kl. 09.00 með ávarpi umhverfis- og auðlindaráðherra. Þá flytur forstjóri Umhverfisstofnunar erindi. Aðalfyrirlesari fundarins er Björn Risinger, forstjóri Umhverfisstofnunar Svíþjóðar, elstu samþættu umhverfisstofnunar heims. Svíar settu sér sérstök umhverfismarkmið fyrir 19 árum og verður fróðlegt að horfa til reynslu þeirra. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á umhverfisstofnun.is

Dagskrá

8:30  Morgunverður í boði Umhverfisstofnunar

09:00  Setning ársfundar

09:02  Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flytur ávarp.

09:22  Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar: „Þetta reddast – en þó ekki af sjálfu sér“

09:33 Björn Risinger forstjóri Umhverfisstofnunar Svíþjóðar: „From Environmental quality objectives to real results: A case study on nature protection

 

10:03-10:58 Sérfræðingar Umhverfisstofnunar flytja ýmis erindi tengd markmiðum og yfirskrift ráðstefnunnar

11:00 Lok ársfundar

 Fundarstjóri: Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Skráning á ársfund og morgunsnarl.