Umhverfisstofnun lokaði göngustíg í Reykjadal í Ölfusi hinn 31. mars sl. Starfsmaður Umhverfisstofnunar gerði úttekt á svæðinu í dag 12. apríl, sjá skýrslu hér.
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að umræddu svæði í Reykjadal í Ölfusi verði lokað áfram í 4 vikur.
Umhverfisstofnun óskar hér með eftir umsögnum hagsmunaaðila varðandi framlengingu á umræddri lokun fyrir kl. 12:00, á morgun, föstudaginn 13. apríl 2018, svo að lokunin geti tekið gildi laugardaginn 14. apríl nk.