Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Nú er genginn í garð viðkvæmasti tími flóru náttúru. Veturinn er á undanhaldi og frost að fara úr jörðu. Gróðurinn er enn í dvala og jarðvegur mjög blautur sem gerir það að verkum að gróðursvörðurinn er einstaklega viðkvæmur fyrir traðki. Mörg náttúruverndarsvæði eru undir miklu álagi þessa dagana þar sem umferð ferðamanna er mjög mikil. Til að koma í veg fyrir að svæðin verði fyrir skaða hefur Umhverfisstofnun tekið á það ráð að lokað einstaka gönguleiðum innan svæða og einnig lokað heilu svæði eins og Fjaðrárgljúfri þar sem ástandið er hvað verst. Á þessum árstíma kemur einnig mikið af rusli í ljós þegar snjórinn hlánar og leggja landverðir allt kapp á að hreinsa það burt eins fljótt og auðið er.

Erfiðlega hefur gengið að fá gesti náttúruverndarsvæða til að virða lokanir þar sem landverðir eru ekki í reglulegu eftirliti. Mörg náttúruverndarsvæði hafa liðið fyrir það að ekki sé þar landvarsla yfir vetrarmánuðina. Ferðamönnum heldur áfram að fjölga allt árið og þörfin á landvörslu er mjög mikil. Landverðir sem eru að störfum nú leggja allt kapp á að vernda svæðin fyrir ágangi og halda þeim hreinum svo gestir okkar fái notið þeirra.