Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur samþykkt tilkynningu Háskóla Íslands um innflutning á nýjum stofni erfðabreyttra músa til rannsókna í VR III við Hjarðarhaga í Reykjavík. Að mati Umhverfisstofnunar er nýting þessa stofns músa innan ákvæða starfsleyfis Háskóla Íslands frá 16. nóvember 2016, fyrir afmarkaða notkun á erfðabreyttum lífverum öðrum en örverum, og krefst því ekki nýs starfsleyfis né breytingar á gildandi starfsleyfi.

Sjá starfsleyfi.