Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Undri lauk nýverið endurvottun Svansins fyrir penslasápu og iðnaðarhreinsi sem framleiddur er í húsakynnum fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Undri er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið lengst í Svansfjölskyldunni, en fyrirtækið fékk fyrst vottun árið 2006. Svanurinn endurskoðar reglulega viðmið sín með það að markmiði að þau endurspegli þróunin á markaðnum og aðeins vörur sem hafa lágmarks umhverfisáhrif geti hlotið vottun. Í hvert skipti sem endurvottun fer fram er því verið að herða þær kröfur sem Svansvottaðar vörur þurfa að uppfylla. Þegar kemur að framleiðslulínu Undra snýst Svansvottunin aðallega um það að lágmarka notkun skaðlegra efna og lágmarka þar af leiðandi áhrif vörunnar á umhverfið.

Undri var stofnað af Sigurði Hólm Sigurðssyni og sá hann um rekstur þess þangað til á síðasta ári þegar fyrirtækið skipti um eigendur.

Umhverfisstofnun óskar Undra til hamingju með endurvottunina og þakkar fyrirtækinu gott samstarf síðastliðinn áratug.

Á myndinni tekur Helgi B. Þórisson, annar nýju eigendanna við endurnýjuðu Svansleyfi frá Birgittu Stefánsdóttur, starfsmanni Svansins.